• fim. 09. maí 2019
  • Landslið
  • U17 karla
  • EM U17 karla

U17 karla - Ísland mætir Portúgal á föstudaginn

Ísland mætir Portúgal á föstudaginn í síðasta leik liðsins í riðlakeppni EM 2019. Jafntefli eða sigur myndi skila liðinu áfram í 8 liða úrslit keppninnar.

Bæði liðin eru með þrjú stig eftir tvo leiki, en Ísland hefur skorað einu marki fleiri og eru því fyrir ofan Portúgal. Bæði liðin unnu Rússland og töpuðu einnig bæði gegn Ungverjalandi.

Leikurinn fer fram á City Calling Stadium í Longford og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með gangi leiksins á miðlum KSÍ og vefsíðu UEFA

Vefsíða UEFA