• fös. 10. maí 2019
  • Landslið
  • U17 karla
  • EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Portúgal

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal.

Þrjár breytingar eru gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Ungverjalandi, en þeir Andri Fannar Baldursson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson koma aftur inn í liðið. Út fara Hákon Arnar Haraldsson, Danijel Dejan Djuric og Kristall Máni Ingason.

Ísland fer áfram í átta liða úrslitin með jafntefli eða sigri, en bæði liðin eru með þrjú stig. Ísland er hins vegar búið að skora einu marki fleiri og eru því sem stendur í öðru sæti riðilsins.

Leikurinn fer fram á City Calling Stadium í Longford og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með gangi leiksins á miðlum KSÍ og á vef UEFA.

Vefur UEFA

Byrjunarlið Íslands

Ólafur Kristófer Helgason (M)

Valgeir Valgeirsson

Oliver Stefánsson (F)

Jón Gísli Eyland Gíslason

Róbert Orri Þorkelsson

Orri Hrafn Kjartansson

Andri Fannar Baldursson

Ísak Bergmann Jóhannesson

Davíð Snær Jóhannsson

Mikael Egill Ellertsson

Andri Lucas Guðjohnsen