• þri. 03. nóv. 2020
  • Fræðsla

Endurbirting á myndböndum úr #ÁframÍsland verkefninu

Vegna æfingabanns á landinu hefur KSÍ ákveðið að endurbirta myndbönd úr verkefninu "Áfram Ísland!" sem stóð yfir síðastliðið vor.

Verkefnið gekk út á það að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða og til að halda áfram að æfa daglega þó víðtækar takmarkanir séu í gangi í ljósi heimsfaraldurs COVID-19.

KSÍ hefur því ákveðið að endurbirta myndböndin á miðlum KSÍ. Þar getur fólk skoðað tvenns konar myndbönd. Annars vegar úr Tækniskóla KSÍ, en hann inniheldur einfaldar æfingar sem krakkar geta gert ein og sér eða með vinum sínum. Hins vegar eru myndbönd með hvatningu frá landsliðsfólki til iðkenda um að halda áfram að hreyfa sig og æfa með reglulegum hætti.

#ÁframÍsland

Myndböndin verða birt daglega á Instagram og Facebook síðum KSÍ, en einnig verður hægt að finna þau öll á Youtube síðu KSÍ. Ertu ekki örugglega að fylgja okkur?

Instagram síða KSÍ

Facebook síða KSÍ

Youtube síða KSÍ