• mið. 05. okt. 2022
  • Fræðsla

Afkastageta 14 ára knattspyrnudrengja á Íslandi og í Noregi

Mynd - Mummi Lú

Ráðstefna á vegum Háskóla Íslands og KSÍ, ,,Afkastageta 14 ára knattspyrnudrengja á Íslandi og í Noregi", fer fram í Skriðu, Stakkahlíð HÍ föstudaginn 14. október kl. 12:00-14:30.

Hefur líkamsþroski áhrif á afkastagetu og þjálfun ungmenna? Hversu mikilvægt er að taka tillit til líkamsþroska drengja og stúlkna í íþróttaþjálfun. Markmið ráðstefnunnar er að beina athygli að því hvernig íþróttaþjálfarar geta notað þessa þekkingu í sínu starfi. Við hvetjum öll þau sem koma að íþróttaþjálfun ungmenna á Íslandi að mæta.

Dagskrá

12.00 Opnunarávarp

Erlingur Jóhannsson, prófessor Háskóla Íslands.

12:05 - 12:50

Hilde S. Gundersen, associate professor. Department of Sport, Food and Natural Sciences, Western Norway University of Applied Sciences, Bergen, Norway.

Relationships between biological maturation and physical capacity in Norwegian male soccer players from 14 to 17 years.

Hilde og samstarfsfólk hafa staðið fyrir langtímarannsókn á stöðu líkamlegra þátta eins og beinbroska, hraða, stökkkrafts og þreki hjá knattspyrnudrengjum á aldrinum 14 til 17 ára. Mælingar hafa verið framkvæmdar á sex mánaða fresti.

Kaffihlé 12:50 – 13:05

13:05 - 13:35

Sigurður S. Benediktsson, aðjúnkt íþrótta- og heilsufræði HÍ.
Líffræðilegur þroski og afkastageta 14 ára knattspyrnudrengja á Íslandi og í Noregi. Niðurstöður M.S. meistararitgerðar í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.

13:40 – 14:00

Ólafur Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik.
Hvernig geta þjálfarar á Íslandi nýtt þessar vísindaniðurstöður?

14:00 – 14:30

Pallborðsumræður.

Umræðustjóri: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.

Þátttakendur: Hilde S. Gundersen, Sigurður S. Benediktsson, Ólafur Kristjánsson og Sif Atladóttir, verkefnastjóri leikmannasamtaka Íslands, leikmaður Selfoss og fyrrverandi landsliðskona,

Ráðstefnan verður send út í beinu streymi á síðu HÍ.