• fim. 05. jan. 2023
  • Fræðsla

Deilum því sem vel er gert - Dagur barna- og unglingaráða

Þann 14. janúar heldur KSÍ ráðstefnu þar sem fjallað verður um starfsemi barna- og unglingaráða. Ráðstefnan hefur fengið nafnið Deilum því sem vel er gert.

Markmiðið með ráðstefnunni er, eins og titill hennar segir, að félög deili því sem þau eru að gera vel með von um að önnur félög geti bætt barna- og unglingastarf sitt. Að auki er það markmið hjá KSÍ að gefa út handbók um starfsemi barna- og unglingaráða og vonum við að þessi ráðstefna verði til góðs í þeirri vinnu.

Ráðstefnan er hugsuð fyrir þau sem starfa með barna- og unglingaráðum og í yngriflokkastarfi eins og meðlimi í barna- og unglingaráðum, yfirþjálfara yngriflokka, íþróttafulltrúa eða aðra sem við á.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 10. janúar hér: Deilum því sem vel er gert - Skráning á dag barna- og unglingaráða - Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)

Dagskrá

Laugardagurinn 14. janúar
10:00-10:30 Yfirþjálfarar yngriflokka – Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ - Hlutverk yfirþjálfara yngri flokka, byggt á niðurstöðum Mastersverkefnis Aðalbjarnar Hannessonar frá HR.
10:30-11:00 Dómaramál – Halldór Breiðfjörð Jóhannsson - Utanumhald um dómaramál hjá félögunum.
11:00-11:30 Sjálfboðaliðar – Jóhann Þór Jónsson segir frá sjálfboðaliðum innan Breiðabliks með áherslu á Símamótið.
11:30-12:00 Fjáraflanir – Þorvar Hafsteinsson segir frá netfjáröflun HK.
12:00-12:30 Hádegismatur
12:30-13:30 Hópavinna þar sem rætt verður hvað þarf að vera í fyrirhugaðri handbók sem KSÍ ætlar að gefa út um starfsemi barna- og unglingaráða.
13:30-14:00 Tilkynnt síðar 
14:00-14:30 Fulltrúi frá knattspyrnudeild Þórs á Akureyri kynnir hvernig þau hafa innleitt hugarþjálfun í starf sitt.
14:30-14:45 Kaffi
14:45-15:15 Fulltrúi frá knattspyrnudeild Stjörnunnar segir frá verkefni sem undirbýr unga iðkendur fyrir meistaraflokk – Skipting yngriflokka í Stjörnustarf og afreksstarf.
15:15-15:45 Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs.