• þri. 11. apr. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

Sigur gegn Sviss

A landslið kvenna vann 2-1 sigur á Sviss í vináttuleik í dag, þriðjudag. Leikið var í Sviss.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu. Sviss jafnaði metin á 39. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði Íslandi sigur með marki á 73. mínútu.

Sigur Íslands er merkilegur að því leyti að tæp 37 ár eru síðan Ísland vann síðast sigur á Sviss. Sviss kom í heimsókn til Íslands í ágústmánuði árið 1986 og mættust liðin tvisvar. Fyrri leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli og þá vann Sviss 1-3 sigur. Síðari leikurinn fór fram á Akranesvelli og vann Ísland 1-0 sigur. Kristín Anna Arnþórsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leikjunum tveimur. Kristín Anna er móðir Ástu Eirar Árnadóttur leikmanns íslenska landsliðsins.

Ísland mætti Nýja Sjálandi síðastliðinn föstudag í vináttuleik þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.