• fös. 14. júl. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

Sif og Söndru þakkað fyrir í kvöld

Á landsleik Íslands og Finnlands, sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld, verður Sif Atladóttur og Söndru Sigurðardóttur þakkað fyrir þeirra framlag til íslenska landsliðsins í gegnum árin.

Sif og Sandra hafa báðar lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa verið partur af landsliðinu í fjölda ára.

Sif spilaði sinn fyrsta leik árið 2007 og þann síðasta á EM á Englandi í fyrra. Sif spilaði samtals 90 leiki og hefur hún tekið þátt í öllum stórmótum sem liðið hefur farið á sem eru fjögur talsins.

Sandra spilaði sinn fyrsta leik árið 2005 og þann síðasta í febrúar á þessu ári. Samtals spilaði Sandra 49 leiki og hefur, eins og Sif, tekið þátt í öllum stórmótum sem liðið hefur farið á.

Knattspyrnusamband Íslands þakkar Sif og Söndru kærlega fyrir þeirra framlag til Íslenska landsliðsins í gegnum árin!