• mið. 25. okt. 2023
  • Fræðsla

Yfirþjálfarafundur 6. nóvember

Knattspyrnusvið KSÍ hefur boðað til fundar mánudaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 10:30-14:30 þar sem yfirþjálfurum, yfirmönnum knattspyrnumála, afreksþjálfurum, framkvæmdastjórum og öllum þeim sem koma að yngri flokkum aðildarfélaga KSÍ er boðin þátttaka. Yfirskrift fundarins er "Yfirþjálfarafundur og Grétar Rafn Steinsson".

Dagskrá:

  • Fyrir hádegi verða umræður um mótamál, 2.-5. flokkur karla og kvenna.
  • Kynning á WyScout í yngri flokkum – Hvernig nýtist WyScout íslenskum fótbolta?
  • Eftir hádegi mun Grétar Rafn Steinsson segja frá starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Leeds United.

Fulltrúar aðildarfélaga eru hvattir til að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 1. nóvember.

Skráningarform

Fundurinn, sem verður haldinn á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ, verður einnig aðgengilegur á TEAMS og verður hlekkur sendur í tölvupósti að lokinni skráningu.